Keflavík varð í dag bikarmeistari í stúlknaflokki þegar liðið lagði KR í úrslitaleiknum, 77-59. Nokkrir leikmenn Keflavíkur liðsins léku einnig með meistaraflokki félagsins þegar liðið varð bikarmeistari í gær og fögnuðu því öðrum meistaratitli sínum á einni helgi.

 

 

Gangur leiks

Jafnt var með liðunum í fyrsta leikhluta, 13-13, en í öðrum fjórðungi tók Keflavík fram úr og leit aldrei til baka. Keflavík var 13 stigum yfir í hálfleik, 36-23, og 26 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 56-30. Keflavík spilaði frábæra vörn á þessum kafla og skoruðu KR stúlkur samtals 17 stig í öðrum og þriðja leikhluta.

 

 

Best

Birna Valgerður Benónýsdóttir var valin maður leiksins að leik loknum, en Birna skoraði 18 stig, tók 10 fráköst og stal fjórum boltum. Anna Ingunn Svansdóttir átti einnig öfluga innkomu af bekk Keflavíkurliðsins og skoraði 17 stig og tók 6 fráköst.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Umfjöllun / Elías Karl

Viðtal / Davíð Eldur

Myndir / Bára Dröfn

 

Viðtal: