Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson fór fyrir sínum mönnum í bandaríska háskólaliði Davidson sem lagði Fordham, 75-74, á sunnudaginn. Var hann stigahæstur með 18 stig, en bætti við 6 fráköstum og 3 stoðsendingum.

 

Þá var hann 3/6 fyrir utan þriggja stiga línuna og komst upp með að tapa aðeins einum bolta á þeim 34 mínútum sem hann spilaði.

 

Eftir leikinn er Davidson í 2.-3. sæti A-10 deildarinnar, en það sem af er vetri hefur Jón verið að skila 15 stigum, 6 fráköstum og gefið 5 stoðsendingar að meðaltali í leik.