Davidson háskólinn rúllaði yfir hið sterka lið George Mason háskólans í bandaríska háskólaboltanum í kvöld. 

 

Okkar maður Jón Axel Guðmundsson mætti heldur betur til leiks í þessum stórleik en hann var besti maður vallarins. Hann var lang stigahæstur hjá liðinu og endaði með 24 en hann hitti þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum. 

 

Auk þess tók Jón Axel átta fráköst, þrjár stoðsendingar og fjóra stolna bolta. Algjörlega mögnuð frammistaða hjá þessum íslenska bakverði gegn mjög sterkum háskóla. 

 

Davidson hefur nú unnið tvo leiki í röð og hafa verið á ágætis skriði á tímabilinu. Liðið mætir George Washington háskólanum næstkomandi miðvikudag og spurning hvort Jón Axel verði í jafn miklu stuði þá.