Jón Arnór Stefánsson mun leika sinn fyrsta leik á tímabilinu með KR þegar þeir heimsækja Njarðvík í Ljónagryfjuna kl. 19:15 í kvöld. Þetta staðfesti þjálfari KR við Körfuna rétt í þessu, en ákvörðun var víst tekin eftir æfingu liðsins í gær.

 

Upphaflega meiddist Jón í tapi KR fyrir Þór í leik meistara meistaranna í Keflavík þann 1. október síðastliðinn. Voru það meiðsl í nára og einnig fór hann í speglun á hnéi, en er nú klár í leik aftur.

 

Mikill styrkur fyrir lið KR sem er sem stendur, ásamt Tindastól, ÍR og Haukum í efsta sæti Dominos deildarinnar.