Mánaðarlega mun Karfan birta kraftröðun í vetur. Þar er ekki aðeins tekin til staða liðanna í deildinni, heldur einnig breytingar á leikmannahópum og það gengi, eða sú sveifla sem liðið er í á hverri stundu.

 

1. deild kvenna hefur ekki fylgt seinustu kraftröðun eftir og körfuboltaáhugafólk gæti slysast til að halda að við vitum ekki hvað við erum að gera. Allar slíkar hugmyndir eiga fullan rétt á sér (þó að þær að séu allar rangar). Það sem horft er til í þessari þriðju útgáfu eru sigrar í deildinni (og gegn hvaða liðum), leikmannafærslur, tölfræði liðanna og almennt hvernig liðið lítur út á vellinum.

 

Örvarnar á þessum lista merkja færslu liða á milli mánaða.

 

 

 

#1: KR

Þær í KR hafa enn ekki tapað leik og eru enn á góðri siglingu. Það hafa orðið “smávægilegar” breytingar á liðsskipaninni frá því seinast, Desiree Ramos fékk heimþrá og ákvað því að drífa sig heim. Hún var svo sem ekki lykilinn í öllum sigrum liðs síns, en nú hafa liðin í 2. og 3. sæti ás í erminni í naumum leikjum. Vesturbæjarnir halda efsta sætinu þar til annað kemur í ljós og þá aðallega vegna þess að Grindavík hafa líka misst afgerandi leikmann úr sínum röðum.

 

Breyting: Engin

Næstu 5 leikir:
06-01-2018    gegn Þór Ak.
07-01-2018    gegn Þór Ak.
17-01-2018    gegn Hamar
19-01-2018    @ Ármann
27-01-2018    gegn Fjölnir

 

 

#2: Fjölnir

Fjölnisstelpur voru í seinustu kraftröðun ekki taldar jafn góðar og KR eða Grindavík. Það hefur breyst bæði vegna gjörða þeirra og gjörða hinna liðanna. Þær spila þrusuvel saman og þurfa ekki að reiða sig á McCalle Feller, sem gefur þó liðinu drifkraft og auka orku. Beggó og Aníka eru erfiðar viðureignar og Erla Sif gefur Grafarvogsstelpunum mikið. Fjölnir gæti átt séns í efsta sætið ef að þær geta unnið KR í einum leik. Ef þær geta unnið KR.

 

Breyting: Upp um eitt sæti

Næstu 5 leikir:
07-01-2018    gegn ÍR
16-01-2018    @ Grindavík
21-01-2018    gegn Þór Ak.
27-01-2018    @ KR
31-01-2018    gegn Hamar

 

 

#3: Grindavík

 

Grindvíkingar eru í smá bobba á nýju ári. Þær hafa í seinustu fimm leikjum tapað bæði fyrir KR og Fjölni (þar sem Fjölnisstúlkur skoruðu 101 stig) og Hamarsstúlkur voru ekki langt frá því að stela sigri í Mustad-höllinni í byrjun nóvember. Til að bæta gráu ofan á svart hefur Embla Kristínardóttir skrifað undir hjá Keflavík og þá hafa þær í Grindavík aðeins einn afgerandi leikmann, Angelu Rodriguez. Aðrar í liðinu hafa stigið upp, má þar nefna Önnu Ingunni Svansdóttur sem kom inn í fjarveru Ólafar Rún Óladóttur. Þær eru betri en restin af deildinni en verða að vinna KR og Fjölni til að verðskulda hærra sæti.

 

Breyting: Niður um eitt sæti

Næstu 5 leikir:
06-01-2018    @ Hamar

09-01-2018    @ Ármann

16-01-2018    gegn Fjölnir

20-01-2018    @ ÍR

03-02-2018    @ KR    

 

 

#4: Þór Akureyri

 

Þór Akureyri er núna í þriðja sætið deildarinnar fyrir ofan Grindavík, en við látum það ekki trufla okkur. Fyrstu tveir leikirnir eftir áramót eru útileikir á móti KR sem munu líklegast laga stöðuna í deildinni. Liðið að norðan er þó betra en við töldum í fyrstu og janúar-mánuður verður eldraunin þeirra; fjórir útileikir, þ.a. þrír gegn tveimur toppliðunum. Kannski koma þær öllum á óvart og eigna sér bronssætið í 1. deild kvenna. Þær gætu líka þurft að sætta sig við 5. sætið, ÍR-ingar hafa unnið þær og þær unnu botnliðið heima á Akureyri með aðeins 11 stiga mun.

 

Breyting: Upp um eitt sæti
 

Næstu 5 leikir:
06-01-2018    @ KR

07-01-2018    @ KR

20-01-2018    @ Hamar

21-01-2018    @ Fjölnir

26-01-2018    gegn ÍR

 

 

#5: ÍR

 

ÍR-ingar hafa núna unnið 4 leiki og hafa m.a. unnið Þór Akureyri þrátt fyrir að vera fyrir neðan þær í deildinni. Öll sex töpin þeirra hafa komið gegn toppliðunum KR, Hamar og Grindavík. Nú taka þær smá rykk og gætu í lok janúar verið komnar upp fyrir Þórsara (eiga tvo leiki við þær í lok mánaðarins). Leikmenn liðsins eru að stíga betur upp, þær hafa allar verið að puða milli jóla og nýárs og mæta vel stemmdar til leiks á nýju ári.

 

Breyting: Niður um eitt sæti

 

Næstu 5 leikir:
05-01-2018    @ Ármann

07-01-2018    @ Fjölnir

20-01-2018    gegn Grindavík

26-01-2018    @ Þór Ak.

27-01-2018    @ Þór Ak.

 

 

#6: Hamar

 

Lítið að frétta úr herbúðum Hamarsstúlkna, þær eru nógu góðar til að vinna Ármann og hafa strítt ÍR og Þór Akureyri en geta ekki klárað leiki sem verða naumir. Þær halda sér hér í bili.

 

Breyting: Engin

 

Næstu 5 leikir:
12. nóvember    @ Grindavík
18. nóvember    @ Þór Ak.
19. nóvember    @ Þór Ak.
25. nóvember    gegn KR
01. desember    @ Árman

 

 

#7: Ármann

 

Ármenningar náðu næstum því að stela sigri í Hertz-hellinum hjá ÍR en allt kom fyrir ekki og þær eru ennþá án sigurs. Tilkoma Arndísar Þóru Þórisdóttur á venslasamningi frá Breiðablik gæti verið nóg til að þær nái að stela eins og einum leik.

 

Breyting: Engin

 

Næstu 5 leikir:
05-01-2018    gegn ÍR

09-01-2018    gegn Grindavík

19-01-2018    gegn KR

27-01-2018    @ Hamar                                                                                             

02-02-2018    gegn Fjölnir