Þrír leikir fóru fram í Dominos deild kvenna í kvöld og þar með lauk 17 umferð deildarinnar. Valur marði sigur á Skallagrím er Ari Gunnarsson sneri aftur að Hlíðarenda. 

 

Njarðvík tapaði fyrir Stjörnunni í fyrri leik dagsins í Njarðvík og Keflavík sótti sigur í Smárann gegn Breiðablik. Einn leikur var í Dominos deild karla þar sem ÍR vann góðan sigur á Njarðvík í háspennuleik.

 

Nánar verður fjallað um leiki kvöldsins á Karfan.is síðar í kvöld:

 

Úrslit kvöldsins:

 

Dominos deild kvenna:

 

Valur 77-73 Skallagrímur 

 

Njarðvík 64-86 Stjarnan

 

Breiðablik 65-81 Keflavík

 

Dominos deild karla: 

 

Njarðvík 87-90 ÍR