Fjórir leikir fóru fram í 14. umferð Dominos deildar karla í kvöld. Í Garðabæ sigruðu heimamenn í Stjörnunni lið Njarðvíkur, Í Þorlákshöfn vann Þór Hauka, á Akureyri vann Tindastóll heimamenn í Þór og í Breiðholtinu sigraði ÍR lið KR.

 

Eftir leikinn er ÍR því eitt á toppi Dominos deildarinnar. Tveimur stigum á undan Haukum og KR í 2.-3. sætinu.

 

Í fyrstu deildinni sigruðu heimamenn í Skallagrím lið Breiðabliks.

 

 

 

Úrslit kvöldsins

 

Dominos deild karla:

 

Þór Akureyri 72 – 77 Tindastóll
 

ÍR 87 – 78 KR
 

Stjarnan 77 – 75 Njarðvík
 

Þór 93 – 85 Haukar
 

 

 

1. deild karla:

 

Skallagrímur 99 – 84 Breiðablik