Fyrir leik

 

Nú í kvöld mættust lið Keflavíkur og Hrunamenn/Þór Þ. í síðasta bikarúrslitaleik helgarinnar. Þessi lið höfðu ekki mæst í deildarkepnninni í vetur en Hrunamenn/Þór Þ. leika í A deild á meðan að Keflavík leika í B-deild 9.flokks drengja. 

 

Gangur leiks

 

Hrunamenn/Þór Þ. fóru frábærlega af stað en þeir komust fljótt í 9 stiga forystu 14-5 sem leiddi til þess að Keflavík tóku leikhlé. Sterk vörn Hrunamanna reyndist Keflvíkingum erfið og voru Hrunamenn ótrúlega beittir í sókninni. Staðan í lok fyrsta leikhluta 22-13 Hrunamönum í vil. 

 

Keflvíkingar áttu engin svör við frábærum varnarleik Hrunamanna en þeir áttu einnig erfitt með að stoppa þá í sókninni.  Hrunamenn héldu áfram að sækja af miklum krafti og unnu 2.leikhlutann 17-5 og voru því yfir í hálfleik 39-18. Stigahæstir í hálfleik hjá Hrunamönnum voru þeir Aron Ernir með 15 stig og Eyþór Orri með 10 en atkvæðamestur hjá Keflavík í hálfleik var Einar Gunnarsson með 7 stig

 

Sama var upp á teningnum í 3. Og 4. Leikhluta en Hrunamenn/Þór Þ. voru með algjöra yfirburði og lönduðu stórum sigri 79-43

 

Lykillinn

 

Eyþór Orri Árnason átti frábæran leik hér í kvöld fyrir Hrunamenn/Þór Þ. Hann skoraði 23 stig og var með 11 stoðsendingar og stjórnaði spilinu fyrir sitt lið. Frábær leikur hjá mjög efnilegum leikmanni.

 

 

Kjarninn

 

Frábær leikur Hrunamanna/Þórs Þ. og þeir fengu framlag frá mörgum mönnum og margir sem lögðu sitt í púkkið. Aron Ernir, Eyþór Orri og Ísak Júlíus voru gjörsamlega frábærir hér í kvöld og áttu stóran þátt í sigri sinna manna. 

 

Vesenið

 

Keflvíkingar voru að taka erfið skot og áttu erfitt með að komast inn í teig vegna frábærs varnarleiks Hrunamanna/Þórs Þ. 

 

Samantektin

 

Þessi leikur varð aldrei spennandi og náðu Hrunamenn sér í þægilega forystu sem þeir  héldu út allan leikinn og byggðu á. Verðskuldaður sigur Hrunamanna/Þórs Þ. 

 

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn (Ólafur Þór Jónsson)

 

Viðtal eftir leik:

 

 

Umfjöllun / Axel Örn Sæmundsson