Bakvörðurinn efnilegi Hilmar Pétursson er á leiðinni úr Keflavík og aftur í sitt uppeldisfélag hjá Haukum í Hafnarfirði.

 

Eftir að hafa spilað vel framan af tímabili fyrir liðið fækkuðu tækifæri hans á vellinum við heimkomu Harðar Axels Vilhjálmssonar, þar sem mínútur hans fóru úr tæpum 20 niður í um 8 í leik.

 

Í 15 leikjum fyrir Keflavík í vetur hefur hann skilað 6 stigum, 2 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.