Leganes tapaði um helgina sínum leik í spænsku B-deildinni 54-61 fyrir liði Adelantados. Hildur Björg var að vanda atkvæðamikil í liði Legánes sem hafði fyrir leikinn unnið sjö leiki í röð. 

 

Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst hjá Leganés með 13 stig og var þar að auki með 6 fráköst. Þá hitti hún úr þrem af sex þriggja stiga skotum sínum í leiknum. 

 

Legánes er í þriðja sæti B-riðils deildarinnar, með jafn mörg stig og Valencia sem er í öðru sæti. Næstu helgi mætir liðið Alcobendas sem er um miðja deild.