Samkvæmt innleggi á Instagram síðu Dominos deildar félags KR er fyrrum leikmaður þeirra og íslenska landsliðsins Helgi Már Magnússon við æfingar hjá félaginu. Á 18 ára feril sínum lék Helgi aðeins með KR á Íslandi, en þá var hann einnig hjá BC Boncourt í Sviss árið 2006-07 og síðar Solna Vikings, Uppsala Basket og 08 Stockholm í Svíþjóð árin 2009-12. Helgi lék síðast með KR árið 2016 áður en að hann lagði skóna á hilluna.

 

Aðspurður um hvort að Helgi væri að fara að spila með KR svaraði þjálfari þeirra Finnur Freyr Stefánsson að svo væri ekki. Helgi hafi verið hér af fjölskylduástæðum og sé nú aftur farinn af landinu.