Helena Sverrisdóttir var á dögunum í spjalli við vefmiðil liðs hennar Good Angels í Slóvakíu, en hún lék áður með liðinu á árunum 2011-13. Segir hún þar að hún hafi ákveðið að slá til og fara aftur til Slóvakíu eftir að liðið hafði samband við hana fyrir stuttu og að félag hennar á Íslandi, Haukar, hafi ekki sett sig gegn því að hún færi. Hún haldi að þetta verði áhugaverð reynsla fyrir sig, sem og tækifæri á ný.

 

Talar hún einnig um stærstu sigrana frá því að hún var þarna síðast, en þá fór liðið undanúrslit Evrópukeppninnar. Segir Helena það bæði hafa verið stóra stund fyrir sig, sem og fyrir félagið.

 

Segir Helena það hafa verið blessun að geta verið með dóttur sína og unnusta með sér úti og að móðir hennar hafi einnig hjálpað.

 

Varðandi frekari landvinninga segir Helena að hana langi að leika fleiri tímabil erlendis og að framtíðin verði að leiða í ljós hvort að svo verði.

 

Viðtalið í heild má lesa hér