Helena Sverrisdóttir hefur snúið aftur í herbúðir Hauka eftir rúma mánaðardvöl hjá Good Angles í Slóvakíu. Hún hefur þar leikið með liðinu í slóvakísku deildinni, evrópukeppni, sameiginlegri deild liða í Austur Evrópu auk þess sem hún varð slóvakískur bikarmeistari. 

 

Helena er komin til landsins og komin með leikheimild samkvæmt heimasíðu KKÍ. Ljóst var að Helena myndi snúa aftur til Hauka áður en félagaskiptaglugginn lokaði. Hann lokar svo á miðnætti annað kvöld (31. janúar).

 

 Haukar fá Valsara í heimsókn á morgun í Dominos deild kvenna. Liðin hafa mæst tvisvar áður á tímabilinu og unnið sitthvorn leikinn. Ljóst er að Helena bætir miklu við liðið en hún leiðir liðið í öllum helstu tölfræðiþáttum. Hún er með 19,4 stig, 15,4 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í fjórtán leikjum með liðinu.