Helena Sverrisdóttir varð í kvöld slóvenskur bikarmeistari eftir góðan sigur á Pieš?anské ?ajky 62-61. Leikurinn var æsispennandi og réðst á lokasekúndum leiksins. 

 

Helena var með tvö stig í leiknum en hún kom til liðsins í lok síðasta árs en mun vera með liðinu út janúar en þá kemur hún til baka og leikur með Haukum út tímabilið. 

 

Good Angels er í efsta sæti slóvensku úrvalsdeildarinnar, í úrslitakeppni EuroCup og nú bikarmeistari í Slóveníu. Helena leikur því á ýmsum vígvöllum þessa dagana. 

 

Liðið tryggði þar með bikarinn aftur en liðið tapaði bikarnum á síðasta ári eftir að hafa unnið hann sjö ár þar á undan.