Haukar

 

 

Haukar eru sem stendur í efsta sæti Dominos deildarinnar ásamt KR og ÍR. Það sem meira er að þeir eru einnig heitasta lið deildarinnar þessa stundina, búnir að vinna síðustu 8 leiki sína.

 

Hafa í þrjú skipti áður unnið bikarmeistaratitilinn, en svo langt er síðan síðast að þjálfari þeirra Ívar Ásgrímsson var í hóp þegar að það gerðist og besti leikmaður þeirra í dag, Kári Jónsson, var ekki fæddur.

 

Leikur þeirra gegn Tindastól gæti þó orðið erfiður. Því þrátt fyrir að Tindastóll hafi á dögunum misst Chris Caird, þá eru þeir með eitt best mannaða lið landsins. Fyrri leikur liðanna í vetur, sem Tindastóll vann, segir eitthvað, en ekki mikið. Þar var Kári nýkominn af stað aftur með Haukum, Caird átti góðan leik og hann fór fram á erfiðum útivelli Stóla í Síkinu á Sauðárkróki.

 

Undanúrslitaviðureign: Gegn Tindastól miðvikudaginn 10. janúar kl. 20:00

Síðasti leikur þessara liða í deild: Tap í Síkinu þann 2. nóvember síðastliðinn 91-78

Viðureign í 8 liða úrslitum: 74-83 sigur á Keflavík

Viðureign í 16 liða úrslitum: 68-84 sigur á Njarðvík b

Viðureign í 32 liða úrslitum: 83-90 sigur á Stjörnunni

Fjöldi bikarmeistaratitla: 3

Síðasti bikarmeistaratitill: 1996

 

 

Fylgist með: Kára Jónssyni

 

Kári hefur verið frábær frá því að hann kom heim úr skóla nú fyrir áramót og hóf að leika aftur fyrir Hauka. Ekki aðeins hefur hann skilað sínum tölum 20 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik, heldur virðist allt liðið hafa gengið í endurnýjun lífdaga við komu hans. Leikmaður sem hefur verið í leiðtogahlutverki hjá öllum yngri landsliðum Íslands og var nú fyrir áramótin kominn í A landsliðið þar sem það lék í undankeppni heimsmeistaramótsins.

 

Viðtöl: