Hamar vann góðan sigur á Grindavík í 1. deild kvenna er liðin mættust í fyrsta leik ársins 2018. 

 

Þáttaskil

Það var jafn á öllum tölum í þessum leik og þáttaskilin kannski helst þau að Grindavík byrjaði með 4 leikmenn á bekknum í 4. leikhluta með 4 villur, Hamarskonur náðu þá smá forskoti sem dugði þeim til að klára leikinn.  

 

Tölfræðin lýgur ekki

Jú annars er tölfræðin eitthvað skrítin en það vantaðu töluvert upp á skráð fráköst á bæði lið. Álfhildur var aðeins skráð með 8 fráköst í öllum leiknum en augljóst var að þau voru mun fleiri.

Það má kannski segja að sitgin hafi helst komið undir körfunni í dag en Álfhildur hjá Hamri og Halla Emilía frá Grindavík voru stigahæstar á vellinum með 23 stig hvor og háðu marga rimmunu undir körfunni.

 

Kjarninn

Grindavík er ekki með kana lengur og spiluðu aðeins á uppöldum stelpum líkt og Hamar í dag. Mikið um tapaða bolta en drengilega tekist á í vörn. Skotnýtingin var lélég framan að og afar slöpp í 3. leikhluta sem fór 9-9. Grindavík var í forustu fyrir síðasta leikhluta 38-39. Það var hinsvegar frábær leikur Álfhildar í síðasta leikhluta sem setti tóninn og Hamar vann hann með 26 stigum gegn 18 stigum gestanna og munaði þar mikið um villuvandræði Grindavíkur. Hittnin hrökk í gang hja heimakonum og lokatölur 64-57,  sigri vel fagnað af heimastúlkum.

 

Góður dagur hjá Álfhildi eins og fyrr segir og Helgu Sóleyju hjá Hamri sem setti 15 stig. Hjá Grindavík var Halla í ham en hún var með frábæra innkomu af bekk og skotnýtingu upp á 100% utan af velli en 76% frá vítalínunni, þar á eftir kom Natalía Jenný með 14 stig.

 

Slæmur dagur.  Verðum bara að segja pass, margir leikmenn að safna í reynslubankann á vellinum í dag og enginn sem fær last fyrir afburða lélegan leik. 

 

Tölfræði úr leiknum

 

Umfjöllun / Anton Tómasson