Í kvöld fer fram heil umferð í Domino´s-deild kvenna og boltinn því farinn að rúlla í deildarkeppninni á nýjan leik eftir hlé vegna Maltbikarsúrslitanna. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.

Leikir kvöldsins í Domino´s-deild kvenna:

Haukar – Njarðvík
Skallagrímur – Snæfell
Keflavík – Valur
Stjarnan – Breiðablik

Þá er einn leikur í 1. deild kvenna í kvöld þegar KR tekur á móti Hamri kl. 19:15 í DHL-Höllinni.

Mynd/ Torfi Magnússon: Dagbjört og Valskonur freista þess að auka enn á forskot sitt í deildinni er liðið mætir Keflavík í toppslag kvöldsins.