Karlalið Hauka er komið í höllina í fyrsta skipti síðan árið 1996 er liðið varð bikarmeistari. Ívar Ásgrímsson var þá leikmaður Hauka er mun þjálfa liðið þegar þeir mæta Tindastól kl 20:00 í kvöld. 

 

Stuðningsmannasveitin Manían hefur verið ansi sýnileg á leikjum Hauka á tímabilinu og ætlar sér greinilega ekki að láta sig vanta á þessum stórleik dagsins. 

 

Haukar hlóðu í ansi gott pepp-vídeó fyrir leikinn þar sem stuðningsmenn eru hvattir til þess að mæta og styðja liðið.