Fimmtándu umferð Dominos deildar karla lauk í kvöld með einum leik. Í Keflavík sóttu Haukar góðan útisigur og minnkaði þar með muninn á ÍR á toppi deildarinnar.
Í fyrstu deild karla vann Vestri góðan sigur á toppliði deildarinnar Skallagrím. Leikurinn var í höndum Vestra nánast allan leikinn en góður endasprettur Skallagrím kom leiknum í háspennu. Vestri hafði þó sigur að lokum. Einnig vann Breiðablik öruggan sigur á Snæfell.
Í fyrstu deild kvenna vann Þór Ak lið ÍR á Akureyri. Liðin mætast aftur á morgun á sama stað og því mögulegt fyrir ÍR að hefna fyrir tap kvöldsins.
Fjallað verður um leiki dagsins á Karfan.is í kvöld. Öll úrslit má finna hér að neðan:
Úrslit kvöldsins:
Dominos deild karla:
1. deild karla:
1. deild kvenna: