Gangur leiksins

Hamar komst í 6-0 en Ármann svaraði með stæl og komust í 11-17 áður en Hamar setti 4 síðustu stigin 15-17 eftir fyrsta leikhluta. 15-8 í villum eftir fyrri hálfleik og Hamar var einnig yfir í stigaskori. 32-30 í hálfleik þrátt fyrir fjölda vítaskota Ármanns sem þær nýttu frekar illa. Helga Sóley með 16 stig fyrir Hamar og Kristín María hjá Ármann með 12 stig og aðrar minna.

53-45 var staðan eftir þriðja leikluta og Hamar vann þann leikhluta 21-15 eftir mikla baráttu. Arndís Þóra hjá Ármanni með 4 villur sem og Adda og Ragga hjá Hamri fyrir síðasta leikhluta. Ármann byrjar vel í síðasta leikhluta og minnkaði muninn í 53-49 áður en Hamar setti fyrsta stigið í leikhlutanum. Hamar spilaði fasta vörn sem skilaði þeim 63-52 forustu þegar 3:33 mínútur voru til leiksloka og Ármann tók leikhlé. Eftir leikhlé hélst munurinn nokkuð svipaður og lokatölur 72-57 sigur heimakvenna í annars jöfnum leik.

 

Þáttaskil

Góð vörn heimakvenna í síðari hálfleik og frábær þriðja leikhluti sem og byrjun fjórða sem skóp sigurinn öðru fremur.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Vítanýting Ármanns ekki góð, hittu 18 af 33 vítum í leiknum (55%) meðan Hamar var með ögn skárri nýtingu eða 12/18 (60%).  

Ármann var líka með 20 tapaða bolta á móti 11 Hamars og eins voru heimakonur öflugri í fráköstunum (47/36).

 

Kjarninn

Vel þjálfað Ármanns lið með kannski aðeins of litla breydd (í þessu tilfelli) meðan Hamar gat skipt meira. Helgu Sóley maður leiksins með 28 stig og Álfhilduri með tvennu (11 stig/15 fráköst). Mínúturnar voru aðeins dreyfðari á Hamars konur sem kannski gerði útslagiði í restina.

 

Góður dagur hjá heimakonum og sérstaklega þeim Helgu Sóleyju og Álfhildi sem fyrr segir. Í liði gestanna voru þær Kristín María (17stig þar af 12 í fyrri hálfleik), Stefanía Ósk(13 stig) og Ardís Þóra (11 stig) mjög góðar en dugði ekki alveg til í kvöld.

 

Slæmur dagur smá hálka á Hellisheiðinni, annars allt fínt.

 

Tölfræði leiks

 

 

Umfjöllun / Anton Tómasson