Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur komist að samkomulagi við þjálfara meistaraflokks kvenna, Hallgrím Brynjólfsson, um að hann hætti störfum og að Ragnar Halldór Ragnarsson muni stjórna liðinu til loka tímabils.

 

Samkvæmt fréttilkynningu var þetta ákvörðun beggja aðila, en síðan að Hallgrímur tók við liðinu í upphafi vetrar hefur liðið ekki staðið undir væntingum, þrátt fyrir að hafa farið í úrslitaleik Maltbikarkeppninnar síðustu helgi.

 

Fréttatilkynning Njarðvíkur: