Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ tók fyrir eitt mál á fundi sínum þessa vikuna. Þar var Halldór Garðar Hermannsson leikmaður Þórs Þ dæmdur í eins leiks bann. 

 

Bannið hlýtur Halldór Garðar fyrir háttsemi sína í leik Þórs Þ og Njarðvíkur sem fram fór í Ljónagryfjunni þann 8. janúar síðastliðinn. 

 

Halldór Garðar fékk þar brottrekstrar villu er hann fékk tvær óíþróttamannslegar villur. Þá seinni fékk hann fyrir að bregða fæti fyrir Majcek Baginski leikmann Njarðvíkur. 

 

Einar Árni Jóhansson þjálfari Þór Þ lét óánægju sína með hegðun Halldórs í ljós í viðtölum eftir leik. Halldór hefur nú fengið eins leiks bann og verður því ekki með liðinu í kvöld kl 19:15 þegar Haukar mæta í heimsókn.