Síðast þegar J´Nathan Bullock lék á Íslandi, þá var síðasti leikur hans í Iceland Glacier höllinni í Þorlákshöfn.  Fyrsti leikurinn hans með Grindavík á þessu tímabili, á sama stað og ekki nóg með að Grindavík hafi krækt í þennan gullmola heldur nældu þeir í annan gullmola sem skilaði líka Íslandsmeistaratitli síðast þegar hann var með Grindavík, 2013.  Það var rétt í upphafi sem einhvert jafnræði var með liðunum en svo skildu leiðir svo um munaði..

 

Þáttaskil

 

Þáttaskilin held ég aðallega að í Grinavíkurbúninginn var mættur hinn frábæri J´Nathan Bullock!  Hann svo sem ekki með neinn tröllaleik, 19 stig og 7 fráköst en hann skilaði bestu +/- eða 30.  Það er kannski akkurat mergur málsins, sjálfstraustið skein af liðsfélögum hans!  En nokkuð ljóst að Bullock á eftir að verða sannkallaður „Bulldog“ í vetur!

 

Tölfræðin lýgur ekki

 

Ekkert í tölfræðinni sem vekur athygli mína eitthvað sérstaklega.  3-stiga hitti gestanna umtalsvert betri auk þess sem þeir gáfu 24 stoðsendingar á móti einungis 7 heimamanna en öll önnur tölfræði svipuð en þegar skoðað er framlag leikmanna þá skín munurinn í gegn, 74-125.

 

Hetjan

 

Eigum við ekki bara að setja þennan titil á hinn frábæra Bullock??  Hann skilaði jú flestum framlagspunktum eða 23 en það er ekki síst hvað hann fær liðsfélaga sína til að setja kassann fram og spila af sinni eðlilegu getu, sem gerir hann eins mikilvægan og raun ber vitni.

 

Kjarninn

 

Þórsliðið í ákveðnu ströggli og áttu þeir í raun aldrei möguleika í þessum leik.  Eins og fram kemur í viðtali við Einar Árna var enginn að skila eðlilegu framlagi og þar tók hann sig og þjálfarateymið ekkert út úr!  Þessi vetur verið þeim grænklæddu erfiður og ljóst að þeir þurfa einhverja vítamínssprautu til að rétta sig af.  Þeir sakna Snorra inn í teig og mega illa við að vera án hans þar sem hæð var ekki mesti styrkleikinn.

 

Allt annað að sjá til Grindavíkurliðsins í þessum leik en kannski er hættulegt að draga of miklar ályktanir þar sem andstæðingurinn var langt frá sínu besta.  En einhvers staðar segir að þú spilir ekki betur en andstæðingurinn leyfir.  Vörnin allt önnur og grunar undirritaðan að hinn nýji leikmaður Grindavíkinga, David Ingi Bustion muni stórbæta varnarleik þeirra gulu!  Ekkert endilega með frammistöðu inni á vellinum heldur á æfingum en sagan segir að allur levell á æfingum hækki um tugi prósenta þegar Bustion er að olnboga menn!

 

Tölfræði leiksins

 

Viðtöl eftir leik:

 

 

 

 

Umfjöllun og viðtöl / Sigurbjörn Daði Dagbjartsson