Tólftu umferð Dominos deildar karla lauk í kvöld með tveimur leikjum. Á Akureyri unnu gestirnir í Haukum sigur á heimamönnum en í Þórlákshöfn valtaði Grindavík yfir nágranna sína í Þór Þ í Suðurstrandaslagnum. 

 

Háspennuleikur fór fram í Hveragerði þar sem Smári Hrafnsson tryggði heimamönnum magnaðan sigur á Vestra í framlengingu. Fjölnir vann svo góðan sigur á lánlausu FSu liði. Í 1. deild kvenna vann svo ÍR lið Ármanns örugglega. 

 

Nánar verður fjallað um leiki kvöldsins á Karfan.is síðar í kvöld. 

 

 

Úrslit kvöldsins:

 

Dominos deild karla:

Þór Akureyri 74-96 Haukar
Þór 81-104 Grindavík 

 

1. deild karla:

Hamar 98-97 Vestri 
Fjölnir 87-84 FSu

 

1. Deild kvenna

Ármann ÍR