Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í gær og nótt. LeBron James hjó nærri þrennunni í 121-104 sigri Cleveland gegn Detroit Pistons. James gerði 25 stig, tók 8 fráköst og gaf 14 stoðsendingar í liði Cavs en hjá Pistons voru Anthony Tolliver og Tobias Harris báðir með 20 stig.

Þá var Blake Griffin ekki fjarri þrennu þegar LA Clippers lögðu Pelicans 112-103 en Griffin gerði 23 stig, tók 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði Clippers. Hjá Pelicans sem léku án Boogie Cousins var Anthony Davis með 25 stig, 17 fráköst og 6 stoðsendingar.

Úrslit næturinnar:

Bulls 96 – 110 Bucks
Rockets 113 – 102 Suns
Pelicans 103 – 112 Clippers
Cavaliers 121 – 104 Pistons
Raptors 123 – 111 Lakers
Thunder 122 – 112 76ers
Spurs 113 – 98 Kings

Myndbönd næturinnar