NBA liðið Milwaukee Bucks ráku fyrr í dag þjálfara sinn Jason Kidd úr starfi eftir nærri fjögur ár í starfi sem aðalþjálfari liðsins. Ástæðan er samkvæmt forsvarsmönnum liðsins sú að liðið þurfti ferskt blóð eftir slappt gengi síðustu vikna.
Bucks sem spila í Austur deild NBA deildarinnar hafa ekki náð sér á strik, eru með nærri 50% sigurhlutfall og sitja í áttunda sæti deildarinnar. Austur deildin er talin mun slakari deildin þetta árið og því klár vonbrigði að liðið sé ekki ofar í töflunni.
Liðið er auðvitað með gríska undrið Giannis Antetokounmpo innan sinna raða sem hefur verið einn allra besti leikmaður NBA deildarinnar á þessu tímabili. Þá var hann valinn í byrjunarlið stjörnuleiksins þetta árið.
Samkvæmt fregnum vestanhafs mun Giannis vera eyðilagður vegna brottvísunar Jason Kidd en þeir munu hafa verið mjög nánir. Kidd á mikinn þátt í því að sá gríski hefur náð að taka miklum framförum á síðustu árum og mun Giannis hafa borið mikið traust til leikstjórnandans fyrrverandi.
Sources: Jason Kidd hasn’t been officially told yet. Giannis Antetokounmpo is devastated. https://t.co/FGaqQybJtn
— Chris Haynes (@ChrisBHaynes) January 22, 2018
Joe Prunty aðstoðarþjálfari Kidd hjá Bucks mun stjórna liðinu í næstu leikjum þangað til nýr þjálfari verður ráðinn. Mark Jackson, David Fizdale og Sam Cassell eru meðal nafna sem komið hafa upp sem mögulegur eftirmaður Jason Kidd hjá Milwaukee Bucks.
Jason Kidd tells ESPN that Milwaukee Bucks star Giannis Antetokounmpo called him about 15 minutes before Kidd was officially notified he'd been fired by the Bucks and offered to help save his job.
— Ramona Shelburne (@ramonashelburne) January 23, 2018
Kidd, "He called me and said, 'Coach, this isn't right what they're about to do, but (they) are gonna let you go.' "
Kidd says he told Antetokounmpo that "I had a feeling that was gonna take place."
— Ramona Shelburne (@ramonashelburne) January 23, 2018
Kidd says Antetokounmpo replied, "'What can I do? I'll call the owners, I'll call my agent."
Kidd said he told him, "There's nothing you can do. All you can do is tell the truth. That's it."
— Ramona Shelburne (@ramonashelburne) January 23, 2018
Kidd said he thanked Antetokounmpo for his loyalty and that he was "thankful to be able to coach him."
— Ramona Shelburne (@ramonashelburne) January 23, 2018