Gabríel Sindri Möller, fyrirliði U18 á síðasta Evrópumóti er kominn á Venslasamning hjá Gnúpverjum í 1.deild karla út tímabilið en leikur líka áfram með Unglingaflokki Njarðvíkur. Gabríel gerði sín fyrstu úrvalsdeildarstig með Njarðvík fyrr á leiktíðinni en heldur nú í 1. deild um stundarsakir.

 

Gnúpverjar eru sem stendur í 7. sæti 1. deildar með 8 stig en næsti leikur liðsins er á útivelli gegn Snæfell þann 21. janúar næstkomandi.