Kristinn Pálsson kom heim á dögunum úr háskólavist hjá Marist þar sem hann samdi við uppeldisfélagið sitt Njarðvík. Kristinn gerði sín fyrstu úrvalsdeildarstig á ferlinum gegn KR 4. janúar síðastliðinn en röndóttir fóru heim með stigin. 

 

Kristinn lenti við endalínuna með engan annan en Jón Arnór Stefánsson á sér og gerði sín fyrstu stig yfir „geitina“ (e. The Goat). Ekki amalegt að stimpla sig svona inn en Kristinn var með 5 stig í leiknum, 7 fráköst og 3 stoðsendingar en mátti þó fella sig eins og áður segir við tap í fyrsta leik.