Í dag 25.01.2018 fór fram leikur á milli Hattar og þórs í Brauð og Co. Höllinni í domino‘s deild karla. Eftir framlengdan leik stóð Höttur uppi sem sigurvegarar og grípa þannig sinn fyrsta sigur.

 

 

Þáttaskil: Þór byrjaði leikinn töluvert betur en Höttur og voru yfir í tæpar 17 mín en þá komst Höttur yfir með einu stigi í hálfleik var staðan 35-31 fyrir heimamönnum. Þegar tæpar 25 mín voru búnar hleypur eitthvað í Kelvin Lewis og hann sprettur til baka og klappar Sindra Davíðs létt á magann þegar staðan er 44-40 en Sindri hittir bæði vítaskotin fá þeir boltann og jafna. Síðan gekk leikurinn frekar jafnt fram og til baka en í lokin var það úthald Hattar sem skilaði sér.

 

Tölfræðin lýgur ekki: Höttur var með 51% 2ja stigs nýtingu og hittu 22 af 43, á meðan Þór var með 39% nýtingu hittu 18 af 46. Í vítaskotum var Höttur með 83% nýtingu en Þór aðeins 57%. Höttur var með 19 stolna bolta og 10 tapaða bolta og Þór með 19.

 

Hetjan: Hetja leiksins var Kelvin Michaud Lewis en hann spilaði 39 mín og var með 28 stig, 6 fráköst og eina stoðsendingu. Þórsmenn áttu erfit með að stoppa Kelvin sem var gríðarlega sterkur og spilaði frábæran bolta.

 

Kjarninn: Eftir þennan leik situr Höttur enþá neðst með 2 stig og Þór þar fyrir ofan með 6 stig var þetta virkilega spennandi leikur og stóðu nokkrir leikmenn upp úr en þar má nefna Kelvin Lewis, Mirko Stefan, Nino D‘Angelo Johnson og Hilmar Smári sem hélt lífinu í Þórsurum í lok leiksins. Bæði lið voru dugleg að ná frá köstum og koma sér snöggt í sókn sem gerði leikinn mjög skemmtilegan.

 

Tölfræði leiks

 

Umfjöllun / Hemmert Baldursson