Í kvöld eru fjórir leikir á dagskránni í 1. deild karla og hefjast þeir allir kl. 19:15. Topplið Skallagríms tekur á móti FSu í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld en Skallagrímsmenn hafa tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Það lið sem vinnur deildarkeppni 1. deildar fer beina leið upp í Domino´s-deild karla og leikur ekki í úrslitakeppni 1. deildar heldur aðeins lið í sætum 2-5.

Allir leikir kvöldsins í 1. deild karla, 19:15:

Breiðablik – Gnúpverjar
Vestri – Snæfell
Skallagrímur – FSu
Fjölnir – ÍA
 

Staðan í 1. deild karla

Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Skallagrímur 13/3 26
2. Breiðablik 12/4 24
3. Vestri 12/4 24
4. Hamar 12/4 24
5. Snæfell 9/7 18
6. Fjölnir 7/9 14
7. Gnúpverjar 5/11 10
8. FSu 2/14 4
9. ÍA 0/16 0

Mynd/ Bjarni – Lárus og Blikar taka á móti Gnúpverjum í Smáranum í kvöld.