Fjölnir hafði sigurorð á ÍR þegar liðin áttust við í nokkuð jöfnum leik í Dalhúsum í kvöld. Eftir leiki dagsins situr Fjölnir í 2. sæti 1. deildar kvenna með 18 stig, 4 stigum meira en Grindavík og Þór Akureyri sem verma 3. og 4. sætið. Nýliðar ÍR sitja í 5. sæti með 10 stig. 

Grindavík verður næsti andstæðingur beggja liða en Fjölnir mun halda suður með sjó þann 16. janúar og ÍR tekur á móti Grindavíkingum í Hertz hellinum þann 20. janúar. 

Tölfræði leiks

Myndasafn úr leik (Bára Dröfn)