Jón Axel Guðmundsson bauð upp á enn eina öfluga frammistöðuna með Davidson í nótt þegar hann skoraði 21 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 4 fráköst í 83-73 sigri skólans gegn St. Bonaventure í bandaríska háskólaboltanum.

Sigurinn í nótt var fimmti sigur Davidson í röð sem er 5-1 í Atlantic 10 riðlinum en 10-7 á tímabilinu. Næsti leikur Davidson er 23. janúar þegar liðið mætir Dayton skólanum.