Snæfell

 

 

 

Snæfell fór í undanúrslit bikarsins í fyrra þar sem þær töpuðu fyrir Skallagrím. Árið á undan höfðu þær unnið bikarinn í fyrsta skiptið. Í heildina hefur liðið farið í úrslitaleikinn í þrjú skipti, en unnið hann í eitt.

 

Eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn þrjú ár í röð og bikarkeppnina árið 2016 var það Keflavík sem tók við báðum titlum af þeim í fyrra. Lið þeirra farið í gegnum einhverja endurnýjun og því kannski eðlilegt að erfitt hafi verið að halda í þessa titila. 

 

Í liðinu þetta árið búa þó bæði hæfileikar og reynsla til þess að fara alla leið. Eru með frábæran erlendan leikmann í Kristen McCarthy og virkilega frambærilega íslenska leikmenn í Berglindi, Andreu, Söru og Rebekku. Þá eru þær með gífurlega reynslu í Öldu Leif og Gunnhildi.

 

Snæfell hefur í þrjú skipti mætt Keflavík í vetur og tapað þeim leikjum öllum nokkuð örugglega. Síðast spiluðu þessi lið í síðustu umferð Dominos deildarinnr, þar sem að þær voru yfir í hálfleik, en áttu svo afleitan seinni hálfleik (0-20 fjórða leikhluta) Hafa því alveg sýnt það að þær geti spilað við þær, bara ekki enn enn í heilan leik. Spurningin er hvort það verði í kvöld?

 

Undanúrslitaviðureign: Gegn Keflavík fimmtudaginn 11. janúar kl. 20:00

Síðasti leikur þessara liða í deild: Snæfell 53-80 Keflavík – 6. janúar 2018

Viðureign í 8 liða úrslitum: 42-89 sigur á Þór Akureyri

Viðureign í 16 liða úrslitum: 75-73 sigur á Val

Fjöldi bikarmeistaratitla: 1

Síðasti bikarmeistaratitill: 2016

 

 

Fylgist með: Berglindi Gunnarsdóttur

 

Berglind Gunnarsdóttir hefur verið góð í liði Snæfells í vetur. Skorað 15 stig, tekið 6 fráköst og gefið 3 stoðsendingar að meðaltali í þeim 15 leikjum sem hún hefur spilað. Líklega hennar besta tímabil til þessa. Ætli Snæfell sér sigur í kvöld er lykilatriði fyrir þær að Berglind finni fjölina sína í Laugardalshöllinni.

 

Viðtöl: