Keflavík mun á morgun kl. 20:00 leika gegn Snæfell í undanúrslitum Maltbikarkeppninnar 2018. Miðasla er í fullum gangi fyrir leikinn í TM Höllinni í Keflavík, þar sem að stuðningsmenn liðsins geta keypt miða á leikinn þar sem allur ágóði fer til deildarinnar. Opið er í miðasölunni til kl. 16:30 í dag.
Frá kl. 09:00 til 16:30 á morgun verður hægt að kaupa miða í Tryggingamiðstöðinni Hafnargötu 31.
Þá hafa stuðningsmenn liðsins einnig sammælst um að vera allir í hvítu á leiknum annað kvöld. Til sölu í miðasölunni er þessi stuðningsmannabolur fyrir 2000 kr.