Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Eitthvað var um óvænt úrslit, þar sem að Utah Jazz sigruðu meistara Golden State Warriors, Sacramento Kings lið New Orleans Pelicans og þá lögðu Detroit Pistons lið Cleveland Cavaliers.

 

Miðherji Detroit Pistons, Andre Drummond, var í gær valinn sem varamaður fyrir meiddan John Wall í Stjörnuleik deildrinnar. Hann þakkaði fyrir sig í leik næturinnar með tröllatvennu, 21 stigi, 22 fráköstum og þá bætti hann við 7 stoðsendingum.

 

 

Tilþrif næturinnar:

 

 

 

Úrslit næturinnar

Oklahoma City Thunder 96 – 102 Washington Wizards

Brooklyn Nets 95 – 111 New York Knicks

Minnesota Timberwolves 104 – 109 Toronto Raptors

Cleveland Cavaliers 114 – 125 Detroit Pistons

Orlando Magic 107 – 114 Houston Rockets

Sacramento Kings 114 – 103 New Orleans Pelicans

Denver Nuggets 104 – 106 San Antonio Spurs

Golden State Warriors 99 – 129 Utah Jazz

Portland Trail Blazers 104 – 96 LA Clippers