Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Í Boston sigruðu Anthony Davis og félagar hans í New Orleans Pelicans heimamenn. Davis lék á alls oddi í leiknum, setti niður 45 stig og tók 16 fráköst. Celtics sem fyrr við topp austurstrandar á meðan að Pelicans eru í 6. sæti vesturstrandarinnar.

 

 

 

Úrslit næturinnar

Minnestota Timberwolves 102 – 108 Orlando Magic

New Orleans Pelicans 116 – 113 Boston Celtics

Dallas Mavericks 102 – 105 Denver Nuggets

Phoenix Suns 111 – 118 Portland Trail Blazers