Jón Axel Guðmundsson verður á ferðinni í dag með Davidson háskólanum í bandarísku 1. deildinni þegar liðið mætir George Mason skólanum á útivelli. Leikurinn hefst kl. 12 á hádegi vestanhafs eða kl. 17 hér á Íslandi.

Bæði Davidson og George Mason hafa opnað keppni sína í Atlantic 10 riðlinum á einum sigri og einum tapleik en Rhode Island og Duquesne hafa unnið tvo fyrstu leiki sína. Davidson vann síðasta leik sem var gegn Saint Louis 54-51 þar sem Jón Axel var með 7 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar.