Lið Keflvíkur í Dominos deild karla hefur samið við bandaríkjamanninn Christian Jones um að koma í prufu hjá félaginu og mögulega leika með því það sem eftir er af tímabili. Fyrir var Keflavík með miðherjann Dominique Elliott hjá sér, en gert er ráð fyrir að þeir verði báðir hjá félginu.

 

Jones er 24 ára, 201 cm framherji sem spilaði í fjögur ár, frá 2012-17, í bandaríska háskólaboltanum. Fyrstu þrjú tímabilin var hann hjá St.Johns í New York undir handleiðslu draumaliðsmannsins Chris Mullin, en það síðasta hjá UNLV í Nevada. Síðan þá hefur hann verið í Þýskalandi hjá félagi Oldenburg.

 

Jones mun koma til landsins á morgun og samkvæmt heimildum bindur Keflavík vonir við að leikmaðurinn verði með þeim í næsta leik þeirra gegn Þór þann 2. febrúar næstkomandi.