Framherji Tindastóls, Chris Caird, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þetta gerir hann eftir að hafa barist við meiðsli bróðurpart þessa tímabils. Það sem af er tímabili hefur hann aðeins spilað 9 leiki, en skilað 12 stigum, 4 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali á um 19 mínútum spiluðum.

 

Augljóslega mikil blóðtaka fyrir Tindastól, en á síðasta tímabili var Caird að skila þeim 19 stigum, 5 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali á um 27 mínútum í leik.

 

Caird er aðeins 28 ára gamall, en hann hafði áður leikið með uppeldisfélagi sínu í FSu í Dominos deildinni, sem og með Drake háskólanum í bandaríska háskólaboltanum.

 

Segist leikmaðurinn hafa komist að samkomulagi við stjórn Tindastóls og að hann muni færa sig í þjálfarateymi liðsins.

 

Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsingu Caird: