Þór hefur samið við bandaríkjamanninn Chaz Williams um að leika með liðinu það sem eftir lifir tímabils. Fyrir voru þeir með erlenda leikmanninn DJ Balentine, en samkvæmt frétt Hafnarfrétta munu þeir báðir vera hjá félaginu og skipta með sér mínútum á gólfinu.

 

Williams er 26 ára bakvörður sem lék síðast með Korihait í Finnlandi og þar áður með Geneva Lions í Sviss.

 

Áður en leikmaðurinn gerðist atvinnumaður lék hann með UMass í bandaríska háskólaboltanum, þar sem hann lék meðal annars með erlendum leikmanni Njarðvíkur, Terrell Vinson í liði.

 

 

 

Tilþrif: