Njarðvík sigraði Skallagrím í undanúrslitum Maltbikarkeppninnar með 78 stigum gegn 75. Njarðvík mun því mæta annaðhvort Keflavík eða Snæfell í úrslitum keppninnar komandi laugardag.

 
Eðlilega voru leikmenn Skallagríms ósáttir við tapið en engin var svekktari en Carmen Tyson-Thomas sem lék einmitt með Njarðvík á síðasta tímabili. 
 
 
Eftir leikinn aus hún reiði sinni yfir þjálfara Skallagrís Richi Gonzalez. Samkvæmt öruggum heimildum Karfan.is mun Carmen hafa bent á Richi og sagt „þetta tap er honum að kenna“ svo allir heyrðu.
 
 
Auk þess mun Carmen hafa neitað að mæta í viðtal hjá RÚV strax eftir leik og var fljót til búningsklefa eftir leik. Richi tjáði sig lítið um atvikið í viðtölum eftir leik en sagði við Karfan.is ekki hafa verið vandamál að skipta mínútum á milli erlendra leikmanna í leiknum. 
 
 
Það virðist vera einhver stirðleiki í sambandi Carmen og þjálfarans en Carmen hefur ekki leikið jafn mikið eftir að Ziomara Morrison kom til liðsins. Carmen hefur þó skilað flottu framlagi á þeim mínútum sem hún hefur spilað.