Skallagrímur og Breiðblik mættust í Fjósinu í kvöld. Skallagrímur tók völd snemma  leiks og þótt að Breiðablik hafi komið með áhlaup hér og þar, þá kláruðu Skallagrímur leikinn með flottum sigri, 66-57.

 

 

Molar fyrir leik:

  • Sævar Þóriss var mættur í stúkuna.
  • Splunkunýr erlendur leikmaður Breiðabliks var mætt. Kiera Whitney Knight heitir hún víst.
  • Imba var heldur betur mætt í stúkuna.
  • Skallagrímur með einn sigur í Janúar mánuði en Breiðablik án sigurs.
  • Baskinn á ritaraborðinu var nýkomin úr hárgreiðslu hjá HárCenter.
  • Dómarar leiksins voru þeir Rögnvaldur Hreiðars-Halldór Geir og Eggert Þór.
  • Frábær mæting í Fjósið í kvöld.

 

Byrjunarlið Skallagríms: Jóhanna-Jeanne-Sigrún-Bríet-Carmen.

Byrjunarlið Breiðablik: Auður-Telma Lind-Sóllilja-Isabella-Knight.

 

1.leikhluti.

Skallagrímur byrjaði mun betur í leiknum. Nýji leikmaður blika, Knight, tók langan tíma að stilla miðið í skotum sínum.  Skallagrímur fékk mikið af framlögum frá hinum ýmsu leikmönnum og komst í 12-4. En Knight náði að stilla miðið og setti niður tvær þriggjastiga körfur í lok leikhlutans og kláraðist hlutinn, 14-10.

 

2.leikhluti.

Varnarleikur Skallagríms hertist í leikhlutanum. Mikil stemming og gleði skein úr andlitum leikmanna. Carmen fór að hitna og náði hún að opna vel fyir aðra leikmenn liðsins. Sókarleikur Breiðabliks var tilviljunarkenndur og var auðséð að nýr leikmaður var á parketinu. Skallagrímur gekk til búningsklefa með góða forystu, 32-23.

 

3.leikhluti.

Skallagrímur hélt áfram með ákefð og gleði og komust þær í 17 stiga forystu þegar 4 mínútur voru eftir af eikhlutanum, 48-31. Blikar tóku leikhlé. Komu úr leikhléi í flottri svæðisvörn og náðu að setja saman 0-14 áhlaup áður en leikhlutinn var allur. Staðan fyrir síðast leikhluta, 48-45.

 

4. leikhluti.

Bríet Lilja og Heiðrún Harpa sáu um að koma muninum upp yfir 10 stig á nokkrum mínútum og Skallagrímur hélt þessum mun út leikinn. Ef að blikar komu með körfu, kom ávallt svar frá Skallagrím. Fjósið heldur betur í stuði eftir þennan sigur, 66-57.

Fjósið lifnaði heldur betur. Líf og fjör hjá leikmönnum Skallagríms. Gleði, hungur og stemming var í hópnum og verður gaman að sjá framhaldið hjá liðinu.

Tölfræði leikmanna: Carmen: 41 stig-12 fráköst, Bríet: 9 stig-9 fráköst og Sigrún: 5 stig-9 fráköst-6 stoð.

 

Breiðabliks konur voru ekki sannfærandi. Nýji leikmaður er góður leikmaður en það á eftir að koma í ljós hvort hún nái að hjálpa liðinu. Sóllilja og Telma voru fínar og ekki má gleyma Isabellu.

Tölfræði leikmanna: Knight: 33 stig-14 fráköst-5 varin skot, Sóllilja: 7 stig-6 stoð og Isabella: 5 stig-14 fráköst.

 

UPP OG ÁFRAM!!!

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Umfjöllun / Hafþór Ingi

Myndir / Ómar Örn