Skallagrímur tók á móti Gnjúpverjum í Fjósinu í kvöld. Eftir jafnar 13 mínútur þá tóku Borgnesingar öll völd og kláruðu leikinn örugglega 101-80.

 

Umfjöllun

 

Fyrsti leikur 2018 í Fjósinu.  Jobbi Rafns var mættur og einnig Alli Emils. Stemmingin í húsinu gæti hafa verið betri en tónsmiðurinn reyndi af öllu afli að koma stemmingu í stúkuna með óendanlega mörgum 2Unlimited lögum. „No limit“ og „Let the beat control your body“ fengu að óma. Geggjað!!!

 

Dómarar voru þeir Eggert Þór Aðalsteinsson og Jakob Árni Ísleifsson, kátir piltar að sunnan.

 

Byrjunarlið Skallagríms: Atli A-Kristófer-Eyjólfur-Aaron-Flake.

 

Byrjunarlið Gnúpverja: Hákon-Hraunar-Lee-Hreinn-Atli.

 

1.leikhluti.

 

Liðin voru að skiptast á körfum og lítið sem ekkert fór fyrir varnarvinnu í leikhlutanum. Gnjúpverjar voru að hitta feikivel utan fyrir þriggjastiga línunni. Skallagrímur virkuðu áhugalausir á meðan að Gnjúpverjar virkuðu vel gíraðir eftir jóla kalkúninn. Everage Lee þá sérstaklega.  Staðan eftir leikhlutan var 26-26.

 

2.leikhluti.

 

Skallagrímur komu inn í leikhlutan af krafti. Voru að ýta frá cher og voru læti sjáanleg. Gestirnir náðu ekki að stemma þessa hörku sem var komin í leikinn og Skallar voru komnir með góða 19 stiga forystu en Gnjúpverjar lokuðu fyrri hálfleiknum með einni „Spjaldið“ þriggjastiga körfu og staðan í hálfleik 54-42.

 

Hálfleikstölfræði liðanna: Skallar að hitta úr 1/8 þriggja stiga meðan að Gnjúpverjar voru með 5/13. Liðin nokkuð jöfn í fráköstum og stoðsendingum.

 

Hálfleikstölfræði leikmanna: Eyjólfur var komin með 13 stig-7 fráköst og 6 stoð á meðan Everage var komin með 16 stig-2 fráköst-2 stoð.

 

3.leikhluti.

 

Skallagrímur náði að koma cher í góða stöðu strax í leikhlutanum. Spiluð hratt og leikmenn voru að koma af bekknum óþreyttir. Skallar komu leiknum í 20 stiga mun með góðum sprettum þar sem Eyjó stjórnaði leiknum vel. Staðan fyrir síðasta leihlutann 76-54. 

 

4.leikhluti.

 

Það ringdi þristum í þessum leikhluta. Alls duttu 10 kvikindi í hlutanum. Ekki mikið af varnartilburðum hjá báðum liðum og var leikurinn kominn í ógöngur þegar um 5 mín voru eftir af leiknum.  Bæði lið virtust vera að hugsa um fyrsta þáttinn af Scandal sem frumsýndur verður í kvöld. Skallagrímur sigraði örugglega 101-80.

 

Tölfræði liðanna.

 

Gnjúpverjar sigruðu frákasta baráttuna með 50 á móti 46. Skallagrímur náði 29 stoðsendingum á móti 20. Gnjúpverjar töpuðu boltanum 25 sinnum á móti 16 stk frá Skallagrím.

 

Tölfræði leikmanna.

 

Eyjó henti í þrennu. 18 stig-20 fráköst og 11 stoðsendingar. Kristó 19 stig-6 fráköst og Aaron 20 stig-4 stolnir.

 

Everage endaði með 34 stig-10 fráköst-6 stoð-5 stolnir-8 tapaðir og Atli Örn var með 16 stig og 14 fráköst.

 

Finnur þjálfari Skallagríms sagði að það væri gott að fríið C búið. Gott að vera komin aftur með fullan hóp á ný og að hann hlakki til áframhalds.

 

UPP OG ÁFRAM!!!!!!!

 

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Ómar Örn)

 

 

Umfjöllun / Hafþór Ingi Gunnarsson