KR hefur gengið frá samningi við framherjann Brandon Penn um að leika með liðinu. Fyrir voru þeir með Þá Jalen Jenkins og Zac Carter. Jenkins hefur nú verið sagt upp, en Carter er með samning til 27. janúar nætkomandi. 

 

KR mun því mæta með tvo bandaríkjamenn í úrslitaleik Maltbikarkeppninnar á morgun gegn Tindastól.

 

Penn er 27 ára, 203 cm, 93 kg framherji sem lék með Rider í bandaríska háskólaboltanum áður en hann varð atvinnumaður árið 2012. Síðan þá hefur hann leikið í Danmörku, Japan, Grikklandi og nú síðast með Plymouth Raiders í Englandi.

 

 

Tilþrif: