Annað árið í röð eru Borgnesingar komnir í höllina í bikarhelgina miklu. Undanúrslitin bíða liðsins sem komst í úrslitaleikinn á síðasta tímabili en þar tapaði Skallagrímur gegn Keflavík. 

 

Fjósamenn mæta án efa til leiks með alla sína lúðra en leikmenn og forsvarsmenn Skallagríms hafa útbúið gott upphitunarmyndband fyrir þennan stórleik. 

 

Þar eru Borgnesingar hvattir til að fjölmenna á undanúrslitaleikinn gegn Njarðvík sem fram fer í Laugardalshöllinni næstkomandi fimmtudag kl 17:00. 

 

Upphitunarmyndband liðsins má finna í heild sinni hér að neðan: