Þetta skemmtilega atvik átti sér stað í leik Golden State Warriors og Toronto Raptors í NBA deildinni síðastliðna nótt. Warriors sigruðu leikinn með tveimur stigum, 127-125. Um miðjan fjórða leikhlutann gerðist þetta atvik. Þar sem að austurríski miðherjunn Jakob Pöltl hjá Raptors ver skot Stephen Curry, en fær óréttilega dæmda á sig villu. Curry fer á línuna til þess að taka tvö víti, sem bæði geiga. Þykir þetta renna enn frekari stoðum undir þá kenningu að boltinn ljúgi ekki.