Þetta skemmtilega atvik átti sér stað í leik Golden State Warriors og Toronto Raptors í NBA deildinni síðastliðna nótt. Warriors sigruðu leikinn með tveimur stigum, 127-125. Um miðjan fjórða leikhlutann gerðist þetta atvik. Þar sem að austurríski miðherjunn Jakob Pöltl hjá Raptors ver skot Stephen Curry, en fær óréttilega dæmda á sig villu. Curry fer á línuna til þess að taka tvö víti, sem bæði geiga. Þykir þetta renna enn frekari stoðum undir þá kenningu að boltinn ljúgi ekki.
Ball dont lie. Ever. Steph gets this foul call, misses BOTH free throws. pic.twitter.com/vsIvdmuQN1
— Rob Perez (@World_Wide_Wob) January 14, 2018