Breiðablik

 

 

Kópavogur á lið í undanúrslitum í Maltbikarnum þetta árið. Þetta er í fyrsta skipti sem meistaraflokkur karla kemst í höllina en í annað skiptið sem liðið er í undanúrslitum bikarkeppninnar. 

 

Síðast lék liðið í undanúrslitum árið 2005 þegar mótherjarnir voru Njarðvík. Breiðablik tapaði þá örugglega í leiknum, 76-113. Þórarinn Ö. Andrésson var stigahæstur hjá Breiðablik með 24 stig en Fjallið, Hafþór Júlíus Björnsson var í leikmannahópu Blika í þeim leik. Njarðvík varð svo bikarmeistari það árið. 

 

Þetta verður gríðarlega erfiður leikur fyrir 1. deildar lið Breiðabliks gegn bikarmeisturum síðustu tveggja ára. Fyrir ári síðan gaf Valur KR heldur betur leik í nákvæmlega sömu stöðu og því verður leikurinn ansi fróðlegur. Breiðablik þarf að njóta þess að vera komnir í þessa stöðu. Margir leikmenn liðsins eru ungir, efnilegir og geta nýtt þessa reynslu sér til að verða betri leikmenn. 

 

Undanúrslitaviðureign: Gegn KR miðvikudaginn 10. janúar kl. 17:00

Síðasti leikur þessara liða í deild: KR 96-72 Breiðablik – 4. mars 2010

Viðureign í 8 liða úrslitum: 96-85 sigur á Hetti

Viðureign í 16 liða úrslitum: 108-100 sigur á KR B

Viðureign í 32 liða úrslitum: 99-73 sigur á Gnúpverjum

Fjöldi bikarmeistaratitla: 0

Síðasti bikarmeistaratitill: Aldrei 

 

 

Fylgist með: Snorra Vignissyni

 

Snorri hefur átt mjög fínt tímabil í 1. deildinni í vetur en þessi ungi leikmaður er þrátt fyrir ungan aldur orðinn algjör lykilmaður i liðinu. Hann var hluti af U20 landsliðinu sem lék í A-deild evrópumótsins síðasta sumar. Snorri er fjölhæfur framherji sem getur látið lítið fyrir sér á vellinum en er á sama tíma að gera mikilvæga hluti um allan völl. Framtíðarleikmaður sem mun taka sín fyrstu skref á stóra sviðinu í íslenskum körfubolta

 

Viðtöl: