Breiðablik hefur bætt við sig erlendum leikmanni fyrir komandi átök í 1. deild karla. Þeir hafa skrifað undir samning við Christopher Woods sem spilaði á seinasta ári með Hamri og hjálpaði því liði að komast alla leið í lokaúrslitin í oddaleik gegn Valsmönnum. 
 

Woods hefur líka spilað fyrir Val og Snæfell í stuttum skorpum á árunum 2013-2015. Hann spilaði í Hamri í fyrra, 21 deildarleiki og 10 leiki í úrslitakeppni. Hann var frákastahæstur í deildinni á tímabilinu 2016-2017 og næst framlagshæstur. Hann var að meðaltali að skora 27.1 stig, taka 14.6 fráköst, stela 1.4 boltum og verja 1.6 skot í leik. Hann verður góð viðbót við framherjateymi Blika.

Jeremy Smith, sem er nú þegar hjá Breiðablik, er ekki á förum heldur ætlar liðið að prufa tveggja Kana kerfið, þ.e.a.s. að skipta mínútunum milli þeirra Smith og Woods.