Risa skipti fóru fram í NBA deildinni rétt í þessu þegar stjarnan Blake Griffin var skipt fyrir Detriot Pistons frá L.A. Clippers. Skiptin virðast verða gengin í gegn en það var að sjálfsögðu Adrian Wojnarowski blaðamaður ESPN sem sagði fyrstur frá þessu í kvöld. 

 

Segja má að sögusagnir um að Griffin hafi verið á leið frá Los Angeles hafi ekki verið háværar síðustu misseri en ljóst var að Clippers hafði í huga að breyta til en DeAndre Jordan hefur verið orðaður við ýmis skipti. 

 

Clippers fær í staðinn Tobias Harris, Avery Bradley sem er á síðasta ári á samning sínum og serbneska risann Boban Marjanovic. Auk þess eru nokkur fjöldi valrétta í nýliðavalinu fylgja með.