Fimm stórir leikir fara fram í úrslitum Maltbikars yngri flokka í dag. Hrein körfuboltahátíð fer því fram í Laugardalshöllinni í dag.
Allir leikir dagsins eru í beinni útsendingu. Tveir þeirra á RÚV eða elstu aldurflokkar karla og kvenna. Aðrir leikir eru í beinni útsendingu á Youtube-rás KKÍ sem Tindastóll TV sér um þessa helgina.
Alla leikina má finna hér að neðan en Karfan.is mun gera þeim öllum góð skil hér á síðunni.
Leikir dagsins:
Bikarúrslit yngri flokka:
Kl 10:00 – 9. flokkur stúlkna. Grindavík – Njarðvík í beinni hér
Kl 12:20 – Stúlknaflokkur. Keflavík – KR í beinni á RÚV
Kl 14:45 – Unglingaflokkur karla. ÍR – Breiðablik í beinni á RÚV
Kl 16:50 – Drengjaflokkur. Stjarnan-Þór Ak í beinni hér
Kl 19:00 – 9. flokkur drengja. Hrunamenn/Þór Þ. – Keflavík í beinni hér